top of page

Oddfellow styrkir

  • Krabbameinsfélagið Framför
  • May 31
  • 1 min read

Updated: Jun 1

Oddfellowstúkan Þorlákur helgi í Hafnarfirði styrkti Krabbameinsfélagið Framför veglega á síðasta ári og kom Jörgen Pétur Lange Guðjónsson á fund félagsins til að veita styrkinn formlega.

Úr varð góður fundur þar sem tekin var mynd af Þráni Þorvaldssyni fyrrum formanni, Jörgen og Guðmundi Pál Ásgeirssyni formanni félagsins. Einnig var farið yfir hvað Framför gerir, hvernig gengur og fleira.

Krabbameinsfélagið Framför kom síðan inn á fund hjá þeim Oddfellow-mönnum, sagði frá starfsemi Framför og almennt um blöðruhálskirtilskrabbamein, stöðu og þróun lækninga auk hvernig og hvert er hægt að snúa sér í þessum málum.  Úr varð mikið og gott spjall með spurningum og sögum.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn, hann veitir okkur styrk til góðra verka og bestu kveðjur úr "Hellinum".


Krabbameinsfélagið Framför með erindi hjá Oddfellow-mönnum
Krabbameinsfélagið Framför með erindi hjá Oddfellow-mönnum

Þráinn Þorvaldsson, Jörgen Pétur Lange Guðjónsson og Guðmundur Páll Ásgeirsson
Þráinn Þorvaldsson, Jörgen Pétur Lange Guðjónsson og Guðmundur Páll Ásgeirsson

Comentários


bottom of page