Í vefritinu Hellisbúi er að finna umfjöllun um starfsemi, fræðslu, þjónustu og samfélagslega þætti sem snerta karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
ÚTGEFANDI: Krabbameinsfélagið Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda.
â
RITSTJÓRI:
Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu Framför
ÁBYRGÐARMAÐUR:
Guðmundur Páll Ásgeirsson, stjórnarformaður hjá Krabbameinsfélaginu Framför.
GREINASKRIF:
Stefán Stefánsson, Þráinn Þorvaldsson, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Guðmundur G. Hauksson og Mark Lichty, ASPI
â
UPPSETNING Á VEFRITI:
Guðmundur G. Hauksson
Hellirinn hjá Krabbameinsfélaginu Framför er samfélagslegt umhverfi fyrir karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandendur.
â
Nafnið Hellirinn er myndlíking fyrir það að eldri karlmenn eiga það til að einangra sig og verða hálfgerðir hellisbúar. Þeir virðast sækja sinn tilfinningalegan stuðning mest til sinna maka. Markmiðið með samfélaginu Hellinum er að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum. Við köllum þetta samfélag "Hellirinn" og það ásamt vefritinu Hellisbúa er sérhæft umhverfi fyrir karlmenn og hugsað til að opna hellana og tengja þessa hellisbúa saman.
â
Markmiðið með samfélaginu Hellinum hjá Krabbameinsfélaginu Framför er að skapa öflugt félagslegt umhverfi fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Stuðla að samveru, samkennd, fræðslu, stuðningi og þekkingu varðandi leiðir og valkosti til að takast á við stöðuna með það að markmiði að ná fram góðum lífsgæðum á öllum stigum þess sem fylgir að upplifa krabbamein í blöðruhálskirtli.
Gert er ráð fyrir fjölbreyttum þáttum og viðburðum sem sumir eru í hverri viku og öðrum sem væru mánaðarlega og blanda saman í þessu mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mismunandi árstíðum
Viðburðir sem verið er að undirbúa og eru væntanlegir:
ââ
-
Vikulegar göngur
Framför stefnir að því að setja í gang vikulegar léttar og stuttar gönguferðir fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka.
-
Vikulegt kaffi
Í hverri viku verði kaffi þar sem fólk hittist til að spjalla um lífið og tilveruna (fyrir bæði einstaklinga, karla, maka og hjón). Tekið er fyrir ákveðin áhersla í umræðu í hvert sinn.
-
Mánaðarlegir súpu kvöldverðir
Einu sinni í mánuði eru léttir kvöldverðir (fyrir bæði einstaklinga, karla, maka og hjón) þar sem fólk borðar saman og spjallar um daginn og veginn.
-
Mánaðarlegar fræðsluheimsóknir
Í hverjum mánuði er fyrirtæki með þjónustuvörur heimsótt og fengin fræðsla um vörur og þjónustu sem geta auðveldað lífið hjá körlum sem eru að eiga við blöðruhálskirtils krabbamein og hjá þeirra mökum.
â
Dæmi um félags- og tómstundaverkefni sem eru í undirbúningi á árinu 2023:
â
Á árinu 2023 er stefnt að því að setja í gang fjölbreytta hópa sem tengjast áhugamálum karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Markmiðið er að þessir hópar stækki jafnt og þétt og tilgangurinn er að skapa nánd, efla lífsgæði og leggja grunn að samskiptum og miðlun á milli karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Markmiðið til lengri tíma er að skapa öflugt félagslegt umhverfi fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli.
ââ
-
Framför í veiði
Framför ætlar að standa fyrir námskeiði í fluguhnýtingum fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þetta verður unnið í samstarfi við www.fishpartner.com Í framhaldinu er stefnt á reglulega sjálfbæra starfsemi í þessum hópi.
-
Framför í golfi
Framför stefnir að því að standa fyrir golfnámskeiði fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Einnig er stefnt að því að koma saman virkum hópi aðila í reglulegan hitting til að horfa saman á golf og spila saman.
-
Framför í knattspyrnu
Gert er ráð fyrir að setja í gang reglulegan hitting fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli til að njóta þess saman að horfa á knattspurnu og taka um leið umræðu yfr kaffibolla.
-
Framför í líkamsrækt
Gert er ráð fyrir að setja í gang vikulegan hitting í líkamsrækt ásamt kaffispjalli fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
-
Framför í handverki
Stefnt er að því að setja í gang handverkshóp ásamt kaffispjalli fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þarna komi saman áhugasamir karlar um handverk sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli. Verið er að undirbúa þetta í samstarfi við aðila eins og https://handverkshusid.is/
-
Framför í list
Gert er ráð fyrir að setja í gang listahóp ásamt kaffispjalli fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þarna komið saman áhugasamir karlar um að skapa list.
â
Hugmyndir að umhverfi VINAhópa:
ââ
-
VINAhópar karla
Framför hefur mikin áhuga á að tengja saman karla með blöðruhálskirtilskrabbamein í svokölluðu vinaverkefni og leggja grunn að svæðabundnum samböndum sem væru sjálfbær og nánari útfærsla á samskiptum væri undir hverjum hópi komið (sími, Zoom eða hittast).
-
VINAhópar maka
Samhliða og í framhaldi af þessu umhverfi fyrir karlana hér að framan mundi verða komið á samskiptum (síma, Zoom eða hittast) á milli maka karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli. Byggt væri þarna á svipuðum grunn að hver hópur væri eftir að hafa verið startað, með sjálfbært umhverfi.
-
VINAhópar í heilsurækt
Framför hefur áhuga á að fara af stað með vikulegan tíma í heilsurækt og hittast samhliða í léttu kaffispjalli. Félagið er komið með aðstöðu, en það þarf að fjármagna starfsmann sem mundi leiðbeina í heilsuræktinni.
-
VINA gönguhópar
Framför hefur áhuga á að stofna til vikulegra léttra gönguferða fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Markmiðið fyrir utan hreyfingu væri að skapa tengsla á milli hjóna sem eru að eiga við þetta verkefni, krabbamein í blöðruhálskirtli. Í öllum gönguferðum væri fararstjóri sem bæri ábyrgð á líðan þátttökuaðila og hefði reynslu og þekkingu til að takast á við aðstæður ef eitthvað kæmi upp á (það þarf að móta þær kröfur sem hér væri um að ræða).
Starfsfólk og sjálfboðaliðar í Hellinum hjá Framför
Vefstjóri og stafræn mál hjá Framför
Framkvæmdastjóri hjá Framför
Guðmundur G. Hauksson gudmundur@framfor.is
Sími 8930014
Stefán Stefánsson
stefan@framfor.is
Sími 8976121