top of page
  • Writer's pictureStefán Stefánsson

Stjórnar Liverpool með krabbamein í brisi

Sven-Gör­an Eriks­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari Eng­lands, sagði í janúar frá því að hann væri með krabbamein í brisi og vonaðist til að ná ári í viðbót. „Ég á líklega eitt ár eft­ir ólifað, í versta falli minna en það. En maður get­ur leikið á heil­ann.  Maður reyn­ir að sjá það já­kvæða í hlut­un­um í stað þess að grafa sjálf­an sig í mót­læt­inu“ sagði Eriks­son.


Nefndi svo í leiðinni að hann ætlaði á góðgerðaleik hjá Liverpool enda hefði hann alltaf haldið með Liverpool og langað að stýra liðinu.  Þá fór boltinn að rúlla, fyrrverandi leikmenn gripu hann og Liverpool bauð hinum 75 ára Svía að stjórna liðinu í góðgerðaleik gegn Ajax 23. mars.


Hann er ekki með neina aukvisa með sér því með hon­um í þjálf­arat­eyminu voru Ian Rush, John Barnes og John Aldridge   Þá mætti Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, og bauð Sven-Gör­an Eriks­son að fylgja sér í gegn­um heil­an dag sem stjóri Li­verpool.  Svo voru heldur engin aukvisar í liði Liverpool - Steven Gerrard, Fernando Torres, Sami Hyypiä, Martin Skrtel, Momo Sissoko, Dirk Kuyt, Daniel Agger, Maxi Rodriguesz og fleiri.


Eins og Liverpoolmönnum er einum lagið þá lentu þeir 0:2 undir en unnu svo 4:2.

Góðgerðaleikurinn er einn af 8 sem Liverpool Foundation setur upp til að safna til góðgerðamála og 59.655 borguðu sig inná leikinn

bottom of page