top of page
  • Writer's pictureGuðmundur G. Hauksson

Smá tölfræði um krabbamein í blöðruhálskirtli!

Þó tölfræði geti verið upplýsandi þá er hún ekki algild en hér eru nokkrir punktar.

Árið 2018 til 2021 voru mældir nokkrir valkostir, sem menn tóku við meðferð en tölurnar eru úr ýmsum rannsókn, meðal annars úr nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins en þetta á við um ýmis krabbamein.

  • 29% fór í brottnám

  • 33% í virkt eftirlit

  • 20% í geislameðferð

  • 17% í hormónameðferð.

Menn greinast á mismunandi aldri:

  • Um 50 ára 35 manns

  • Um 60 ára 362 manns

  • 65 ára 599 manns

  • Um 70 ára 729 manns

  • og yfir 80 ára 726 manns


Mismunandi er hvernig menn fá greiningu og hvað veldur að þeir uppgötvi meinið.

  • 42% uppgötvast við heimsókn til læknis vegna einkenna.

  • 36% karla fóru oftar en einu sinni til læknis.

  • 32% uppgötva krabba við að fara í aðra rannsókn en útaf krabbameini.

Menn eru slakari við að leita til læknis þegar þeir verða varir við einkenni því konur eru mun ákveðnari í að láta athuga sín mál.

  • 24% karla fóru innan 14 daga en 43% kvenna.

  • 35% karla fóru innan 30 daga en 60% kvenna.

  • 35% karla grunaði að þeir væru með krabba en 58% kvenna.

Í yfirliti yfir karla með blöðruhálskrabbamein 2017 til 2021:

  • 218 meðalfjöldi tilfella ári.

  • 70 ára er meðalaldur við greiningu.

  • 57 meðaltal þeirra sem deyja á ári.

  • 24% er hlutfall af blöðruhálskrabbameins af öllu tegundum.

  • 2.589 karlar voru á lífi í lok þessa tímabils 2017 til 2021.

Samkvæmt tölfræðinni lifa 90% karlar með blöðruhálskrabba í 5 árog 80% í 10 ár.

Einnig kom í ljós í erlendri rannsókn að 80% karla sem deyja eru með blöðruhálskrabba en hafa dáið af öðrum orsökum.


Ástæða þess, samkvæmt Þorra Snæbjörnssonar sálfræðingi KÍ, eru ýmsar ástæður fyrir því að karlar fara síður í að athuga sinn gang.

  • Þekking og túlkun þeirra: minni þekkingu svo það er síður leitað til læknis og væg einkenni eru tengd við veikindi séu hættulaus.

  • Vandræðalegt ferli: einkenni, læknisskoðun, meðferðin, staðsetning meinsins.

  • Ótti: meðferð, sinna skyldum, vera sjúklingur, þurfa umönnum deyja, segja frá, missa hár, fara í skurðaðgerð.

  • Passar ekki við karlmennsku: of uppteknir, ábyrgð í vinnu, þykir of kvenlegt að fara til læknis, geta ekki sinnt “skyldum” sínum.

bottom of page