top of page
  • Writer's pictureGuðmundur G. Hauksson

Reiknivél fyrir áhættuflokka krabbameins í blöðruhálskirtli

Oft er velt fyrir sér hverjar eru líkurnar á að fá krabbamein og nú hefur

Krabbameinsfélag Íslands kynnt reiknivél til að einstaklingar sem greinst hafa með

krabbamein í blöðruhálsi geti reiknað út áhættuflokk krabbameinsins.

Krabbamein í blöðruhálsi er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum en

mismunandi hve það vex hratt – þá hvort það vaxi og komist “út fyrir”

blöðruháskirtilinn eða vaxi mjög hægt, sem er oftast raunin.


Á vefsíðu Krabbameinsfélags íslands segir að áhættuflokkar séu reiknaðir út frá PSA-

gildum og Gleason-stigum en meðferð svo ákveðin út frá áhættuflokki og heilsufari

en hver áhættuflokkur er með mismunandi horfur. Því meiri upplýsingar sem karlar

er hafa greinst hafa því betri möguleika hafa þeir á að taka meðvitaðar ákvarðanir um

sína meðferð.

Hvað tölur eru settar í reiknivélina?

Upplýsingar um PSA-gildi og Gleason-stig varða útbreiðslu krabbameins og ættu þær

upplýsingar að vera þeim greindu tiltækar. Læknar ættu að vera klárir með

mælikvarðann T, N og M sem segir til um æxli (Tumour), eitla (Nodes) og meinvörp

(Metastases). Þessar upplýsingar eru síðan settar inn í reiknivélina og geta þeir

greindu séð hvaða áhættuflokki þeir tilheyra. Þegar svo niðurstöður úr reiknivélinni

liggja fyrir er hægt að velja á stiku til vinstri viðeigandi áhættuflokk – alvarleika

krabbans – og skoða upplýsingar eins og fyrstu meðferð og eftirfylgni.


Verkefnið er í samvinnu Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélags Íslands og

þvagfæraskurðlækna Landspítalans en nánari upplýsingar er eflaust hægt að fá hjá

sérfræðingum Krabbameinsfélags Íslands.

bottom of page