Hlutverkið hjá Krabbameinsfélaginu Framför - hvert get ég leitað
- Stefán Stefánsson
- Apr 3, 2024
- 2 min read
Updated: Apr 18, 2024

Krabbameinsfélagið Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda, var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er að styðja karla með krabbamein í blöðruhálskirtli, maka þeirra og aðstandendur.
Krabbameinsfélagið Framför starfar á landsvísu sem sjálfstætt stuðnings- og áhugamannafélag og er aðildarfélag í Krabbameinsfélagi Íslands og í samstarfi við Ljósið endurhæfingarmiðstöð (einn stjórnarmaður kemur frá þeim).
Megin verkefni félagsins eru:
Að ljá körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli rödd í almennri umræðu og tala þeirra máli við yfirvöld.
Að gefa út fræðsluefni um krabbamein í blöðruhálskirtli og fylgikvilla þess, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir aðstandendur.
Stuðla að betri lífsgæðum hjá körlum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum.
Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur.
Halda uppi fræðslu um krabbamein í blöðruhálskirtli, við greiningu og eftir meðferðir.
Vinna að því að styrkja heilsugæslu, stuðla að forvörnum og efla snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Hvernig er það svo gert?
Vefsíður – www.framfor.is og www.framforiheilsu.is – mjög mikið af upplýsingum.
Samningur við þvagfæraskurðlækna – vinna með þeim að öllum vinklum.
Bæklingar – Almennt um krabbamein í blöðruhálsi – Næstu skref – Spurningar við greiningu.
Hellirinn – Samfélagsmiðstöð, þar sem karlar hittast, ræða málin og læra hver af öðrum með reynslusögum og fleiru.
Verkefni hjá Framför:
Jafningjastuðningur – í síma eða hitting.
Tengiliðakerfi – nöfn fyrir nýgreinda
Framför í heilsu - stuðningsumhverfi við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli www.framforiheilsu.is
Framför í lífsgæðum – vefsvæði, sem byggir upp andlega, félagslega og líkamlega heilsu og stuðlar að heilsuforvörnum fyrir karlmenn yfir fimmtugt www.framforilifsgaedum.is
Fjáröflun fyrir verkefnum – Blái trefillinn / styrktarvinir / styrkir
Fyrirlestrar
Veftímarit – Hellisbúi.is þar komið er á framfæri alls konar fróðleik og sögum.
Comments