top of page
  • Writer's pictureStefán Stefánsson

Meira kynlíf og meiri nánd

Samkvæmt erlendum rannsóknum hafa karlar sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli mestar áhyggjur af því að geta að geta ekki fyrir hönd beggja sinnt kynlífi með maka sínum á meðan makinn hefur mestar áhyggjur að karlinn deyji.


Okkur hjá Krabbameinsfélaginu Framför fannst að hér þyrftum við að gera eitthvað í málunum og á síðasta ári hélt félagið vinnusmiðju sem við kölluðum Kynlíf og nánd. Um 12 pör skráðu sig á vinnusmiðjuna sem Dr. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur stýrði og viðbrögðin voru mjög góð, þátttakendur mjög ánægðir og sögðu mjög líklegt að vinnustofan myndi skila sér betri lífsgæðum.


Á fundum með körlum með blöðruhálskrabba var gerð lausleg könnun á hvort menn væru til í að nýta sér slíkt námskeið og undirtektirnar voru mjög góðar svo nú ætlum við aftur af stað.  Í þetta sinn munu leiðbeinendur verða Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur og Lárus Jón Björnsson sjúkraþjálfari með sérhæfingu í karlaheilsu.  Þau eru að setja saman gott námskeið og munum við hjá Framför senda út upplýsingar um námskeiðið sem verður líkleg um miðjan maí. 


Miðað við hvað efni og hugmyndir Indíana og Lárus hafa sýnt okkur hingað til telur Framför að slíkt námskeið nýtist mörgum og geti stuðlað að betri lífsgæðum, sem allt snýst um – ekki bara líf heldur lífsgæði.

bottom of page