top of page
  • Writer's pictureStefán Stefánsson

Leyndarmál bresku konungsfjölskyldunnar

Það var frekar skrýtið – ef ekki líka ónotalegt - að fylgjast með fréttum þegar Karl III Bretakonungur greindist með krabbamein í blöðruhálsikirtli.  Því var nánast haldið leyndu í breskum fjölmiðlum því hirðin virtist ekki vilja of nána umfjöllun.  Kannski vegna þess að það sýndi að konungurinn væri mannlegur eins og landar hans og í reynd heimbyggðin öll. Svo var misræmi í fréttaflutningi, bæði sagt að krabbi í blöðruhálsi og ekki.


Það var ekki fyrr en farið var að fresta opinberum skyldum að ljóst var að eitthvað væri í gangi. Þá var greint opinberlega hvað væri málið og kóngurinn sagði að hann vildi vekja athygli á málefninu og um leið var sagt frá því að tilfellum, krabbamein í blöðruhálsi, hefði fjölgað í Bretlandi. 


Þessi leynd skilaði engu nema auknu flækjustigi og óvissan í bland við misræmi í upplýsingum frá hirðinni skyldi fólk eftir í enn meiri óöryggi.  Almenningur, sérstaklega í Evrópu, veit alveg að það er aukning og heilbrigðiskerfin í samvinnu við sjúklingafélög eru að takast á við þennan fjanda. 


Fjölmiðlar í Bretlandi bentu á að afi Karls III hefði dáið úr lungnakrabba 56 ára og að kóngurinn í dag væri talsmaður óhefðbundinna lækninga.  Gott og vel en miðað við aukna þekkingu lækna og annarra á almenningur rétt að vita raunverulega stöðu og hvað er það besta sem hægt er að gera í dag.  


Vonandi verður þetta til þess að vandamálið sé á borðinu, leitað sé til lausna nútímans og almenningur geti verið viss um að krabbamein sé ekki felum heldur gripið inní sem allra fyrst.


Vonandi geta einhverjir Bretar þá kyrjað:  Lengi lifi kóngurinn.

bottom of page