top of page

Tim Commerford greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli


Krabbamein í blöðruhálsi spyr hvorki um stað né stöðu og á mbl.is á síðasta ári var sagt frá Tim Commerford bassaleikara í hljómsveitinni Rage Against the Machine, sem greindist með meinið í fyrra þá 54 ára. Hann fór í brottnám á blöðruhálskirtlinum en var ráðlagt að sleppa tónleikaferð sem var fyrirhuguð tveimur mánuðum síðar.


Hann seg­ist hafa ákveðið að opna sig um grein­ing­una til að minna á mik­il­vægi þess að fara í skoðun og þekkja ein­kenn­in. Comm­er­ford sagði and­leg áhrif þess að grein­ast með og berj­ast við krabba­mein mik­il. Hann hafi leitað stuðnings í stuðnings­hóp­um en að það hafi verið erfitt að tala um þetta. „Ég hef reynt að finna stuðningshópa, það er erfitt að finna fólk og erfitt að tala um þetta. And­lega eru skemmd­irn­ar mikl­ar og það er mjög erfitt fyr­ir mig að brotna ekki niður og tala um til­finn­ing­ar mín­ar,“ sagði Comm­er­ford.


„Ég talaði við minn lækni sem sagði að ég væri í frábæru formi svo það er fullt af fólki í góðu formi sem fær krabba. Ég ætlaði að líftryggja mig en það var ekki hægt því PSA mældist hátt hjá mér. Það var í byrjun lágt en ég fylgist með stöðunni og þegar það svo hækkaði fór ég í brottnám. Nú er ég kominn með niðurstöðu sex mánuðum eftir uppskurðinn og mælingar eru í núlli, sagði Tim.

bottom of page