top of page

Tilgangurinn með starfinu hjá Krabbameinsfélaginu Framför

Krabbameinsfélagið Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er að styðja karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli, maka þeirra og aðstandendur.

Krabbameinsfélagið Framför starfar á landsvísu sem sjálfstætt stuðnings- og áhugamannafélag og er aðildarfélag í Krabbameinsfélagi Íslands og í samstarfi við Ljósið endurhæfingarmiðstöð (einn stjórnarmaður kemur frá þeim).

Megin verkefni félagsins eru:

  • Að ljá körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli rödd í almennri umræðu og tala þeirra máli við yfirvöld.

  • Að gefa út fræðsluefni um krabbamein í blöðruhálskirtli og fylgikvilla þess, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir aðstandendur.

  • Stuðla að betri lífsgæðum hjá körlum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum.

  • Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur.

  • Halda uppi fræðslu um krabbamein í blöðruhálskirtli, við greiningu og eftir meðferðir.

  • Vinna að því að styrkja heilsugæslu, stuðla að forvörnum og efla snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Hvað er félagið að gera?

  • Vefsíður – framfor.is og framforiheilsu.is

  • Samningur við þvagfæraskurðlækna

  • Bæklingar

  • Hellirinn – Samfélagsmiðstöð

  • Jafningjastuðningur – í síma eða hitting

  • Tengiliðakerfi – nöfn fyrir nýgreinda

  • Framför í heilsu - prógröm

  • Fjáröflun fyrir verkefnum – Blái trefillinn / styrktarvinir / styrkir

  • Fyrirlestrar

  • Veftímarit

bottom of page