top of page

Má panta hreim?

Eins og krabbamein getur verið slæmt og alvarlegt þá koma stundum upp spaugilegar hliðar.

Á mbl.is í febrúar var grein um sextugan bandarískan mann sem greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Í meðferðinni fór hann að tala við írskum hreim og losnaði aldrei við hann.

Þegar þessi frétt var rædd kom upp spurning í umræðu á fundi um krabbamein hvort hægt væri að panta hreim eða yrði honum bara úthlutað. Í framhaldi var rætt um hvort maður fengi norðlenskan, austfirskan, vestfirskan eða bara linmæltan. Svo hvort það yrði færeyskur hreimur, pólskur, sænskur, franskur, finnskur, jamaískur eða annað. Menn kepptust við máta framburði, sem varð afar skrautlegt. Umræðan endaði út á túni og gleymdist að ræða krabbameinið en menn gengu þó hlægjandi í burtu.


Ástæðan fyrir hreimnum á sér skýringar. Samkvæmt fræðimönnum og sérfræðingum er um að ræða heilkenni sem kallast á ensku Foreign accent-syndrome. Þrátt fyrir hreiminn voru engar merkjanlegar breytingar á sneiðmyndum af heila mannsins en orsökina má rekja til taugasjúkdómsins paraneoplastic.


bottom of page