top of page
  • Writer's pictureStefán Stefánsson

Hvað eru eiginlega margar tegundir af krabbameini?

Umræða um krabbamein almennt hefur aukist í þjóðfélaginu enda segja vísindin að það muni verða aukning á krabbameini í framtíðinni.  Þá er einmitt gott að umræðan sé opin og áreiðanlegar upplýsingar til taks. 


Svo er þekking að aukast hratt, síðustu tíu árin hefur orðið má segja bylting í greiningu og lausnum – og búist að framhald verði á aukinni þekkingu næstu tíu árin og lengur.  Þetta tekur þó sinn tíma enda verður að prófa rækilega allar nýjar aðferðir, alveg í þaula.  


Algengustu krabbamein eru krabbamein í brjósti og blöðruhálsi en lungnakrabbamein og krabbamein í ristli koma næst.  Oft er sagt að konur fái bara brjóstakrabbamein en staðreyndin er sú að karlar fá líka brjóstakrabbamein.  Svo mætti telja áfram en talið er að meira en 100 tegundir séu þarna úti.  Á vef Krabbameinsfélags Íslands er fjallað um þetta og þar er hægt að lesa sér til um mörg af þeim - www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/krabbamein-a-o


Við hjá Krabbameinsfélaginu Framför höfum einbeitt okkur að krabbameini í blöðruhálskirtli en tölum samt við alla og reynum að vísa á rétta viðeigandi braut.  Ljósið (www.ljosid.is) er gríðarlega gott og þægilegt félag sem sinnir mörgum varðandi ýmis krabbamein og það sama má setja um Kraft (www.kraft.org)  fyrir yngra fólkið.


Það er því gott að fara beint í bestu upplýsingarnar því við þekkjum margir af eigin raun hvernig leit á Internetinu getur leitt mann á slóðir, sem oft eru óáreiðanlegar og stundum hreinlega brjóta mann niður.

Comments


bottom of page