top of page

HELLIRINN stuðlar að samveru, samkennd, fræðslu og þekkingu

Hellirinn hjá Krabbameinsfélaginu Framför er samfélagslegt umhverfi fyrir karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandendur - www.framfor.is/felagsmidstodin

Við köllum þetta "Hellirinn" vegna þess að þetta samfélagslega umhverfi er sérhæft fyrir karlmenn og hugsað til að opna hellana og tengja þá saman.

Nafnið Hellirinn er myndlíking fyrir það að eldri karlmenn eiga það til að einangra sig og sækja tilfinningalegan stuðning mest til sinna maka. Markmiðið með félagslega samfélaginu Hellinum er að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum.


Ætlunin með þessu samfélagi hjá Krabbameinsfélaginu Framför er að skapa öflugt félagslegt umhverfi fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Stuðla að samveru, samkennd, fræðslu og þekkingu varðandi leiðir og valkosti til að takast á við stöðuna með það að markmiði að ná fram góðum lífsgæðum á öllum stigum þess sem fylgir að upplifa krabbamein í blöðruhálskirtli.

Gert er ráð fyrir að í Hellinum verði fjölbreyttir þættir og viðburðir sem sumir verði í hverri viku og aðrir sem verði mánaðarlega og blanda saman mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mismunandi árstíðum. Nú þegar eru starfandi þarna þrír stuðningshópar:

  • Frískir menn - fyrir karla sem eru í virku eftirliti

  • Blöðruhálsar - fyrir karla sem hafa farið í meðferð

  • Traustir makar - fyrir maka karla sem hafa greinst með krabbamein

Þegar fréttir um greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli berast skiptir öllu máli að setjast niður og meta stöðuna vel. Sem betur fer er oftast hægt að lækna eða halda niðri krabbameini í blöðruhálskirtli með ýmsum hætti. Það sem skiptir mestu máli er að hámarka sín lífsgæði meðan á öllu þessu stendur.


Öflugt stuðningsumhverfi Með samfélagslega umhverfinu hjá Krabbameinsfélaginu Framför á að stuðla með fjölbreyttum hætti að aðgangi að þekkingu og fræðslu um bestu lífsgæði fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka og aðstandendur. Stefnt er einnig að því að byggja upp með tímanum öflugt umhverfi á netinu sem væri aðgengilegt fyrir félagsmenn án endurgjalds.


Samfélag fyrir maka Krabbameinsfélagið Framför er að vinna að undirbúningi fyrir margvíslegar nýjungar s.s. umhverfi fyrir maka og aðstandendur (frá hausti 2020) þar sem makar þeirra sem eru greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli geta miðlað sinni reynslu Farið verður af stað með félagslega hópa tengt léttum göngum, reglulegu kaffispjalli, sameiginlegum léttum kvöldverðum, hópum í tengslum við fótbolta, veiði eða golf, fræðslu um mataræði, núvitund, jóga, hugleiðslu og fleira. Alltaf stendur til boða ráðgjöf, markþjálfun, jafningastuðningur og sálfræðiaðstoð í samstarfi við samstarfsaðila.

bottom of page