top of page

Fyrstu skrefin: Er ég með krabbamein í blöðruhálskirtli?

Fólk heyrir í umræðu og þekkir einhvern, sem hefur fengið blöðruhálskrabbamein –

en hvernig á að snúa sér í að taka fyrstu skrefin til að athuga hvort maður gæti verið

með blöðruhálskrabbamein? Það er ekki flókið ferli en vefst engu að síður fyrir

mörgum.


Fyrst er að hafa samband við t.d. heimilislækni og biðja um að mæla PSA-gildi. Oftast vísar hann beint á að láta taka blóðprufu á spítala eða heilsugæslustöð. Þá er tekið blóð – alveg eins og margir fara í, t.d. þegar verið er að gefa blóð.

Í lauslegri athugun og samtölum við karla komu stundum upp afsakanir. Þær má ekki

leiða hjá sér heldur sýna þeim fullan skilning því fæstir eru að gera sér þær upp.

Sumum finnst erfitt eða óþarfi að tala við lækni, aðrir eru hræddir við nálar og sumir

eru einfaldlega hræddir við að fá niðurstöðu sem þeir vilja ekki fá. Vissulega virðast

þessar afsakanir slappar en eru eiginlega einmitt slappar þegar PSA-mæling er

hundsuð með alvarlegum afleiðingum síðar.


Ef síðan niðurstaðan úr PSA er svo lágt að engin ástæða er til að fara lengra með

þetta, þá er hægt að ganga glaður og sperrtur sloppin fyrir horn. Jafnvel svo brattur

að hvetja aðra til að taka þessi fyrstu skref.


Næsta sem gerist er að læknirinn eða krabbameinslæknir hafa samband ef PSA-gildið

er hátt. Þá er ákveðin fundur með lækninum og það verður aldrei nóg hamrað á því

að hafa einhvern með sér í það viðtal – hvort sem er maki eða vinur. Ástæðan er að

þegar maður fær slæm tíðindi eða sláandi niðurstöðu á svoleiðis fundi þá í raun

heyrir maður ekki neitt, upplýsingarnar fara einhvern vegin framhjá. Í framhaldinu

ákveður læknirinn að taka sýni og/eða senda í skanna en það er ekki svo vont miðað

við að gera ekki neitt.


Ef síðan Gleason-gildin reynist of hátt mun læknirinn ræða framhaldið en það

framhald getur verið af ýmsum toga og mikil þróun í þeim málum. Hér verða bara

nefnd nokkur dæmi.


Virk eftirlit. Það þýðir að framhaldið er sett í bið enda krabbameinið hægvaxandi en

vaktað vandlega með mælingum hvort þurfi að taka á málum. Með virkni og dugnaði

við að fylgjast með gæti biðin án vandræða orðið í mörg ár.


Brottnám. Svo sem að fara í brottnám með nokkrum götum á magann (það er hætt

að gera stóra skurðaðgerðir).


Geislameðferð – ytri eða innri. Í ytri er háorkuröntgen-geislum skotið inni líkamann til að vinna á krabbameinsfrumum. Það geta verið ýmsar aukaverkanir en ættu að lagast með

tímanum en það gæti tekið langan tíma.

Comments


bottom of page