top of page

Karlarnir móta sjálfir hugmyndir um starfið í félagsmiðstöðinni Hellinum

Krabbameinsfélagið Framför stefnir á að opna félagsmistöð fyrir karla sem greinst

hafa með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandendur þeirra í nýju heimili Framfarar

í Hverafold 1-3 í Grafarvogi.

Byrjum á að spyrja af hverju að skíra félagsmistöðina Hellirinn og skýringin er einföld.

Þegar rætt var um að hafa einhvers konar stað til að hittast á, hvort sem það er

einstaklingur að hitta einhvern til ræða sín mál, kom upp setningin: Við karlar erum

svo miklir hellisbúar, förum með okkar vandamál inní helli erum ekkert að tala um

vandann.


Er þörf á Hellinum?

Þá var lagt af stað og grunnspurningin var alltaf hvort það væri þörf fyrir svona stað

til að hittast á. Svarið var já – það þyrfti að vera staður sem menn geta komið einir

og rætt við einhvern sem þekkir af eigin raun þessi mál, hefur sjálfur gengið í gegnum

krabbamein og meðferð en veit líka um fleiri hliðar og aðrar meðferðir. Svo hefur

líka komið upp að aðstandendur, makar og vinir hafi samband með margar

spurningar.


Einhvers konar fyrsta hjálp

Reynsla okkar í Krabbameinsfélaginu Framför er að við áfall eftir greiningu er gott að

eiga fyrst samtal við einhvern með svipaða reynslu. Það þarf samt ekki endilega að

vera tveir að tala saman því maki, vinur eða aðstandi geta líka haft samband til að

átta sig á hvað er nú að fara í gegnum kollinn hjá sínum manni. Eða bara að sá

greindi komi með einhvern með sér, til dæmis aðstandenda, maka eða vin Lykilatriði

er að loka sig ekki inni í Hellinum heldur stíga aðeins út og sjá hvort heimurinn sé

nokkuð allur að hrynja.


Svo kom bylgja af hugmyndum

Eftir því sem fleiri hafa haft samband við Framför hefur hugmyndin þróast á

skemmtilegan hátt. Fólk, karlarnir og fleiri, vildu bara hittast til að spjalla saman,

bera saman bækur sínar og finna að þeir eru ekki aleinir á reki í ólgusjó.

Svo bættust við hugmyndir um að búa til gönguhóp, hittast yfir súpu, fá heimsókn

með ýmsa fræðslu og fleira. Þá var allt komið á flug og menn stungu uppá golfhóp,

fótbolta (svokölluðum bumbubolta eða horfa saman á leik), veiði (þá bera þeir saman

bækur sínar um góða veiðistaði og leynitrixin sín), handverk (t.d. hnýta flugur),

líkamsrækt (bera saman æfingastöðvar og hvaða æfingar henti best) og fleira og

fleira. Einn karl bauðst til að kenna mönnum að prjóna … fyrstu viðbrögð voru menn

misstu kjálkann en næstu viðbrögð: af hverju ekki?


Þessar frábæru hugmyndir verða síðan hugsaðar og mótaðar af okkur körlunum.

bottom of page