top of page
  • Writer's pictureGuðmundur Páll Ásgeirsson

Evrópusambandið – nýjar leiðbeiningar um skimun

Heilbrigðisráðherrar allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í lok nóvember 2023 nýjar leiðbeiningar um kerfisbundna skimun fyrir ýmsum krabbameinum. Í eldri leiðbeiningum frá 2003 var ekki mælt með skimunum fyrir blöðruhálskrabbameini, en í nýju leiðbeiningunum eru þær komnar inn. Samtök Evrópskra félaga karla með blöðruhálskrabbamein ,,Europa Uomo”  hafa lengi barist fyrir skipulögðum skimunum fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli og fagna mjög þessum áfangasigri. 


Gert er ráð fyrir að skimanir muni beinast að hópum með þekkta áhættu á að þróa með sér krabbamein í blöðruhálskirtli og forðast þannig ofgreiningar og óþarfa kostnað.

Svíar virðast í fararbroddi með rannsóknir á skipulagðri skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli og er átaksverkefni þeirra ,,OPT”  lýst og hrósað í nýasta hefti tímaritsins European Urology núna í mars 2024. Lesa má greinina hér: Prostate Cancer Screening at its Best: The Swedish Organized Prostate Cancer Testing Program - European Urology


Heimildir: 

European Urology / Vol 85, hefti 3, bls. 215-216.

コメント


bottom of page