Björn Forsetamaki stakk við stafni
- Krabbameinsfélagið Framför
- May 31
- 1 min read
Updated: Jun 1
Hellirinn, félagsmiðstöðin hjá Framför, fékk skemmtilegan gest þegar árlega átakið Blái trefillinn hófst í nóvember. Það er fjáröflun fyrir félagið og starfið en frekar hugsað til að fá karla og aðstandendur þeirra til að kynna sér ýmislegt varðandi blöðruhálskirtilskrabbamein.
Þá stakk við stafni Björn Skúlason maki forseta Íslands og Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar nældi á hann fyrstu nælu átaksins. Björn gat bara stansað við stutt en tyllti sér þó og fór ekki fyrr en nærri tveimur tímum síðar. Var áhugasamur og spurði margs, sem okkar menn í Hellinum tóku fagnandi og sögðu frá enda þekkja þeir málið á eigin skinni.
Sannarlega skemmtileg heimsókn og kærkomið að fá spurningar, sem er um leið gott til að móta frásögn sína af krabbanum.

Comments