top of page
  • Writer's pictureStefán Stefánsson

Aukning á krabbameini í heiminum en minni í Evrópu – vandamál sem þarf að takast á við núna

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO spáir að mikil aukning verði á krabbameinstilfellum í heiminum næsta áratugina – allt að 77% fram til ársins 2050.


Í viðtali Helenar Bjarkar Bjarkadóttur hjá mbl.is við Sigríði Gunnarsdóttur hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir spá WHO að árið 2040 munu um 2.900 greinast með krabbamein á Íslandi, sem er 57% aukning frá 2022.  Þar segir að aukninguna megi skýra að hluta til aldursbreytinga í samfélaginu þar sem krabbameinið er frekar sjúkdómur eldra fólks.  Auk þess hafa íslendingar lengi verið duglegri við að auka kyn sitt svo að fjöldi eldra fólks eykst.


Athygli vekur að aukningin ætti að vera minni í Evrópu en WHO telur að aukningin verði mest í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.  Þá aukningu megi líka skýra með þátta eins og loftmengunnar, áfengis, offitu og reykinga en þar sem góður árangur er í tóbaksvörnum fækki lungnakrabba en aukist á móti í ristli og endaþarmi.


Sláandi tölur en hvað er til ráða?

Ef spáð er í að umfjöllun og greining á krabbameini er mun betri og markvissari en á árum áður gæti þessi aukning spilað inní.  Hinsvegar er ljóst að það þarf að gera öflugt átak í að greina krabbamein á fyrstu stigum.  Krabbameinsfélagið Framför hefur ýtt mikið á þetta, til dæmis að karlar með sögu um krabbamein í ættinni láti greina sig 40 ára og karlar sem ekki eru með sögu fara þegar þeir eru 50 ára.  Þessi þrýstingur hefur ekki dugað en Framför vinnur af krafti í þessu með erlendum sjúklingasamtökum, eins og UOMO sem er samtök sjúklingafélaga í Evrópu um krabbamein í blöðruhálskirtli. 


Svo fór að rofa til

Evrópusambandið tók loks við sér svo nú á að gera mikið átak í snemmgreiningu.  Við vitum að það tekur tíma fyrir svona stór batterí að vinna í málum en við teljum að aðstæður á Íslandi bjóði uppá að gera okkar eigin tilraun, til dæmis með því að sveitarfélag eða landshluti fari í slíka skimun. 


Það er kominn vísir að slíku átaki um Árvekni því krabbameinsfélag úti á landsbyggðinni vill fara í eitt slíkt.  Hugmyndin kom frá formanni, sem er ekki vanur að drolla neitt og Krabbameinsfélagið Framför hefur hvatt formanninn áfram.  Árvekniátak sem við köllum Frænkuverkefnið og erum stoltir af þessari frænku.

Comments


bottom of page