top of page

ASPI alþjóðleg samtök til stuðnings virku eftirliti

Þráinn Þorvaldsson hjá Framför bað mig að skrifa nokkur orð um Active Surveillance Patients International, skammstafað ASPI (Alþjóðasamtök karla í virku eftirliti vegna krabbameins í blöðruhálskirtli). Ég lít á Þráin sem víkingabróður minn og er því heiður að því. Ég bjó eitt ár í Svíþjóð sem unglingur og finn til skyldleika við alla norðurlandabúa , en einhvern veginn sérstaklega íslenska frændur mína.

Mark og eiginkona hans Wendy


Aðeins um sögu ASPI. Við Þráinn og tveir karlar, Gene og Howard, hittumst á ráðstefnu um rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini í Los Angeles fyrir nokkrum árum. Við Þráinn höfðum báðir farið í virkt eftirlit (AS) árið 2005. Eins og flestir vita hefur þessi sjúkdómur, krabbamein í blöðruhálskirtli verið ofmeðhöndlunar. Við höfðum áhyggjur af því og vildum hvetja menn til þess að íhuga virkt eftirlit í stað meðferðar. Í kjölfarið stofnuðum við fyrstu frjálsu samtökin í heiminum sem eingöngu voru tileinkuð virku eftirliti. Þráinn fór 14 árum síðar í meðferð og er nú við góða heilsu. Saga hans er athyglisverð því á þeim mörgu árum sem hann var í virku eftirliti þróuðust vísindarannsóknir og aðferðir í meðhöndlun krabbameins í blöðruhálskirtli. Þráinn gekkst því undir mun þróaðri meðferð en hann hefði fengið fjórtán árum fyrr þegar hann greindist fyrst.


Síðasta dag hvers mánaðar eru haldnir fyrirlestrar á heimasíðu ASPI (www.aspatients.org) sem hjálpa körlum að rata um það flókna landslag sem virkt eftirlit er.


Þráinn, sem er hógvær maður, vill frekar að ég nefni þetta ekki, en ég ætla að nota tækifærið og tilkynna hér að hann hefur hlotið verðlaun ASPI sem málsvari sjúklinga vegna forystu hans í ASPI fyrir virku eftirliti. Það verður kynnt formlega í ágúst. Á síðasta ári fékk kanadíski læknirinn Dr Klotz, stundum nefndur faðir virks eftirlits, læknaverðlaunin.


Rödd sjúklingsins mun vinna virku eftirliti sess. ASPI snýst um að valdefla sjúklinga til að spyrja vel grundaðra og undirbúinna spurninga. Að skapa opið samræðu- og alúðarsamband milli læknis og sjúklings mun bæta meðferð og umönnun. Það eru ekki svo mörg ár síðan að menn greindir með miðlungsáhættu PC Gleason 7 = 3+4 hefði ekki verið álitnir kandídatarí virk eftirlit. Í dag eru þeir það. Við skulum öll finna okkar rödd og nota hana þegar við byggjum upp sambandið við heilsugæsluteymi okkar.

Comments


bottom of page