top of page

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Framför í Hverafoldinni 30. apríl 2025

  • Krabbameinsfélag Íslands
  • May 31
  • 3 min read

Hólmfríður Sigurðardóttir kosin varaformaður

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Framför var haldinn í Hverafoldinni 30. apríl síðastliðin.  Helstu tíðindi voru að Hólmfríður Sigurðardóttir, sem stýrir makafélaginu Traustir makar, var kosin varaformaður samhljóða og þó það sé svolítið nýtt að kona taki við slíku embætti í karlafélagi þá var einhugur um að hún væri vel að embættinu komin enda kraftmikil manneskja, sem mun örugglega styrkja starfið. 


Mæting var ágæt en sumir áttu ekki heimangengt.  Ársreikningur var samþykktur samhljóðandi auk ársskýrslu.  Fram kom að reksturinn er traustur.  Lagabreytingar voru einnig samþykktar en þar var helst að  og lagabreyting, sem voru helstar að í 5. grein voru "Grunnurinn í starfsemi félagsins er starfsemi stuðningshópa, rekstur skrifstofu og fjáröflun, starfræksla félagsmiðstöðvarinnar Hellirinn og makafélagsins Traustir makar, kynningarfundir."   Einnig var 6. grein breytt þannig að "Stjórn er skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera og fjórum meðstjórnendum sem að jafnaði eru  oddvitar stuðningshópa.  Varastjórn eru skipuð að minnsta kosti 3 einstaklingum" og jafnframt var ákvæðið um takmarkanir á hve lengi menn héldu embætti tekið út.


Guðmundur Páll Ásgeirsson er sem fyrr formaður, Hólmfríður varaformaður, Gylfi Gunnarsson gjaldkeri og Jakob Garðarsson meðstjórnandi en þrír nýir menn komu inn í aðalstjórn – þeir Finnbogi Gústafsson, Guðmundur Oddgeirsson og Sigurgeir L. Ingólfsson  eru meðstjórnendur.  Í varastjórn voru kosnir Þráinn Þorvaldsson, Henry Granz, Ólafur Arnalds og Gunnar Skagfjörð Gunnarsson.


Frá vinstri Þráinn Þorvaldsson, Henry Granz, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Guðmundur Oddgeirsson, Gunnar Skagfjörð Gunnarsson og Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri.
Frá vinstri Þráinn Þorvaldsson, Henry Granz, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Guðmundur Oddgeirsson, Gunnar Skagfjörð Gunnarsson og Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri.

Samantekt frá aðalfundi Krabbameinsfélagsins Framför

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Framfarar - félags karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda þeirra var haldinn miðvikudaginn 30. apríl, 2025 í húsnæði Forvarnarmiðstöðvarinnar að Hverafold 1-3 Grafarvogi í Reykjavík. Aðalfundurinn var boðaður með lögmætum fyrirvara bæði með tölvupóstum og tilkynningum á Facebook.

Guðmundur Páll Ásgeirsson, formaður félagsins setti fundinn og tók Henry Granz síðan við fundarstjórn. Fundarritari var Guðmundur Páll.


  1. Ársskýrsla stjórnar.  Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri lagði fram og fór yfir ársskýrslu stjórnar. Umræða um efni hennar fór fram jafnóðum.  Gunnar Skagfjörð Gunnarsson benti á að athuga hvort mætti sækja um styrki til stéttarfélaga, eins og t.d. Rafiðnaðarsambandsins. Meirihluti félagsmanna þess og fleiri stéttarfélaga eru karlar og líklegri til að styrkja starf Framfarar.  Mikil ánægja var með að Hólmfríður tók að sér að leiða starf stuðningshópsins Traustir makar og koma starfi hans í traustan farveg. Ársskýrslan var samþykkt einróma.

  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Stefán framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga Framfarar og útskýrði þá. Fjárhagur félagsins er traustur og rekstrarafgangur síðasta árs rúmar 4 milljónir.   Reikningarnir voru samþykktir einróma.

  3. Lagabreytingar.  Formaður og framkvæmdastjóri lögðu fram breytingar á lögum félagsins. Þær stefna að því að lög félagsins endurspegli starf félagsins eins og það er orðið.  Breytingartillögurnar voru samþykktar einróma.

  4. Kosning stjórnar.   Fráfarandi stjórn lagði fram tillögu að nýrri stjórn.  Framboð hvers einstaks frambjóðanda var borið upp sérstaklega, engin mótframboð komu fram og voru allar tillögur samþykktar.  Kjörnir í stjórn eru: Formaður Guðmundur Páll Ásgeirsson, varaformaður Hólmfríður Sigurðardóttir, gjaldkeri Gylfi Gunnarsson, meðstjórnendur Jakob Garðarsson, Finnbogi Gústafsson, Guðmundur Oddgeirsson og Sigurgeir L. Ingólfsson. Varastjórn þráinn Þorvaldsson, Henry Granz, Ólafur Arnalds og Gunnar Skagfjörð Gunnarsson.

  5. Skoðunarmaður reikninga.  Í samræmi við breyttar bókhaldsreglur er Áslaug Einarsdóttir hjá Verum skoðunarmaður reikninga.

  6. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands eru Guðmundur Oddgeirsson og Gunnar Skagfjörð Gunnarsson.

  7. Starfsáætlun fyrir komandi starfsár lögð fram.  Samþykkt.

  8. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár lögð  fram. Samþykkt.

  9. Önnur mál.  Hólmfríður sagði frá því að PSA mæling væru nú orðin hluti af heilsufarseftirliti starfsmanna Orkuveitunnar frá 55  ára aldri.

  10. Lokaorð formanns.  

  11. Fundi slitið.   

Comentários


bottom of page